Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

buy jwh-018 5cladba etizolam 4mmc 3mmc ketamine

buy jwh-018 5cladba etizolam 4mmc 3mmc ketamine Get the best quality directly from us, DH labs ...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. febrúar. 2006 05:29

Stórlega hefur dregið úr hassneyslu ungmenna

Samkvæmt könnun Rannsóknar og greiningar hefur hassneysla minnkað úr að vera 22% meðal barna í 10. bekk grunnskólanna á Akranesi árið 2001 niður í 3% árið 2005. Þetta kemur m.a. fram í nýútgefinni skýrslu, Stefnumótun og markmiðssetning lögreglunnar á Akranesi, sem unnin var af Jóni S. Ólafssyni yfirlögregluþjóni og fleirum. Fram kemur í skýrslunni að mikið forvarnarstarf hafi átt sér stað undanfarin ár þar sem mikil áhersla hafi verið lögð á foreldrafræðslu og jafnframt hefur samstarf lögreglu við foreldrafélög grunnskólanna aukist til muna. “Ávinningur lögreglunnar er að kynna starfsemi sína og koma á auknum tengslum við börn, ungmenni og foreldra og auka þar með jákvæð samskipti og upplýsingastreymi frá hinum almenna borgara til lögreglu,” segir í skýrslunni. 

 

Starf lögreglunnar á Akranesi árið 2005 gekk að mörgu leyti vel þar sem skemmdarverkum, slysum í umferð og afskiptum af fíkniefnamálum fækkaði en fjöldi innbrota var svipaður frá árinu áður. Umferðaróhöppum, sem lögreglan á Akranesi sinnti, fjölgaði á árinu en þá verður að hafa í huga að starfssvæðið hefur stækkað með aukinni samvinnu við lögreglu í nágrannabyggðarlögum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is