08. febrúar. 2006 07:59
Í síðustu viku voru bæjarstjóra Borgarbyggðar afhentar undirskriftir 330 íbúa sveitarfélagsins þar sem þeir mótmæla harðlega þeirri ákvörðun dómsmálaráðherra að stofna lykilembætti lögreglu á Akranesi í stað Borgarness. Í bréfinu segir ennfremur að þeir sem undir það rita sjái glöggt að sýslumannsembættið og Héraðsdómaraembættið fari sömu leið.