08. febrúar. 2006 11:01
Þrjár umsóknir bárust um embætti forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju en umsóknarfrestur um stöðuna rann út 3. febrúar. Umsækjendurnir eru Geirmundur Vilhjálmsson fangavörður á Kvíabryggju, Sigþór Jóhannes Guðmundsson fangavörður í Hegningarhúsinu í Reykjavík og Þórður Björnsson skipstjórnarmaður.
Það er dómsmálaráðherra sem skipar í embættið frá 1. apríl 2006.