10. febrúar. 2006 02:20
Sigrún Ríkarðsdóttir var í gærkvöldi kjörin formaður Knattspyrnufélags ÍA á aðalfundi félagsins í stað Harðar Helgasonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Aðrir stjórnarmenn eru Sigurður Arnar Sigurðsson og Kjartan Kjartansson.