16. febrúar. 2006 11:05
Félagsmálaráðuneytið hefur opnað sérstakan kosningavef á vefslóðinni http://www.kosningar.is Vefurinn er tileinkaður sveitarstjórnarkosningunum sem haldnar verða laugardaginn 27. maí í vor. Markmið kosningavefjarins er að tryggja að allir sem á þurfa að halda geti nálgast á einum stað leiðbeiningar og aðrar upplýsingar sem snerta kosningarnar. Á vefnum er að finna upplýsingar og leiðbeiningar fyrir kjósendur, frambjóðendur, kjörstjórnir, sveitarfélög og fjölmiðla um helstu atriði tengd kosningunum og framkvæmd þeirra. Þá er á vefnum að finna úrslit síðustu tveggja sveitarstjórnarkosninga í einstökum sveitarfélögum og fjöldi annarra upplýsinga.