16. febrúar. 2006 12:26
Á fundi í stjórn Ferðamálasamtaka Snæfellsness fyrir skömmu var eftirfarandi ályktun um vega- og fjarskiptamál samþykkt: “Stjórn Ferðamálasamtaka Snæfellsness fagnar þeim samgöngubótum sem hafa orðið á Snæfellsnesi á liðnum árum og hvetur til þess að hugað verði að áframhaldandi uppbyggingu vega. Þar má telja framkvæmdir á Útnesvegi, uppbyggðan veg með bundnu slitlagi um Fróðárheiði og uppbyggingu vegar um Skógarströnd. Þessar framkvæmdir eru hagsmunamál allra Snæfellinga og hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á öllu Snæfellsnesi en ekki aðeins hagsmunamál þeirrar byggðar sem er næst framkvæmdunum. Stjórn Ferðamálasamtaka Snæfellsnes fagnar einnig fyrirhuguðum bótum á fjarskiptasambandi og Internettenginum á öllu svæðinu samkvæmt nýrri fjarskiptaáætlun og bendir á að þessar úrbætur er allri ferðaþjónustu á svæðinu nauðsynlegar og mjög mikilvægar.”