22. febrúar. 2006 07:52
Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns fluttu 267 fleiri íbúar til Vesturlands en frá því á síðasta ári. Alls fluttu 391 íbúi til svæðisins en 124 frá því. Þegar samsetning þeirra sem fluttu til og frá Vesturlandi í fyrra er skoðuð kemur athyglisverð staðreynd í ljós. Aðeins 9 fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu til Vesturlands en frá því eða 102 aðfluttir en 93 brottfluttir. Hins vegar fluttu 258 fleiri erlendir ríkisborgarar til Vesturlands en frá því. 289 fluttu á Vesturland en 31 frá landshlutanum.