24. febrúar. 2006 08:42
HEKLA og KIA umboðið bjóða um helgina upp á glæsilega bílasýningu. HEKLA mun kynna frá Mitsubishi Motors jeppana Pajero og Pajero Sport, auk Outlander jepplingsins. Frá Skoda verður Skoda Octavia Combi 4x4 sýndur og frá Volkswagen VW Passat með 2.0 lítra díslilvél. KIA umboðið mun sýna og kynna hinn vinsæla KIA Sorento jeppa og KIA Sportage jepplinginn með nýrri 2.0 lítra dieselvél.
Sýningin verður á eftirtöldum stöðum:
Föstudag frá kl. 12-19 hjá söluumboði HEKLU í Borgarnesi.
Laugardag frá kl. 10-11:30 á Hellissandi, 12-14 í Ólafsvík, 14:30-16 í Grundarfirði og í Stykkishólmi frá kl. 16:30-18:30. Sýningarnar verða á bensínstöðum á viðkomandi stað.(fréttatilkynning)