22. febrúar. 2006 11:06
RARIK hefur tilkynnt Dalabyggð að fyrirtækið sé ekki aflögufært með heitt vatn til að reka snjóbræðslukerfi á nýjum sparkvelli í Búðardal. Völlurinn er einn þeirra valla er byggðir voru í sparkvallaátaki KSÍ. Í bréfi sem RARIK sendi Dalabyggð kemur fram að virkjunarsvæðið á Reykjadal sé fullnýtt þannig að ekki séu til staðar þeir 20 lítrar á mínútu sem þurfi til vallarins. Jafnframt kemur fram að fyrirtækið hyggi á frekari vatnsleit í Reykjadal og beri hún árangur verði vatni veitt til vallarins. Upphitun vallarins hefur verið nokkuð í umræðunni í Dalabyggð að undanförnu og nýverið var sveitarstjórn afhentur undirskriftarlisti frá nemendum Grunnskólans í Búðardal þar sem skorað var á sveitarstjórn að setja hita á völlinn.