22. febrúar. 2006 06:28
Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði hefur fengið úthlutað 30 tonna aflaheimildum til áframeldis á þorski á yfirstandandi fiskveiðiári. Sjávarútvegsráðherra hefur samþykkt tillögur stjórnar AVS rannsóknasjóðs og er þetta í fimmta sinn sem kvóta er úthlutað með þessum hætti. Alls sóttu nú þrettán fyrirtæki um 800 tonna kvóta en til ráðstöfunar voru 500 tonn sem úthlutað var til átta fyrirtækja.