23. febrúar. 2006 12:41
Sjálfstæðismenn og óháðir í Stykkishólmi hafa samþykkt framboðslista sinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Ljóst er að töluverðar breytingar verða í röðum bæjarfulltrúa flokksins því einungis einn af fjórum núverandi bæjarfulltrúum gefur kost á sér áfram til setu í bæjarstjórn og á listanum eru aðeins þrír sem voru á listanum við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Listann leiðir að þessu sinni Grétar D. Pálsson. Við síðustu kosningar hlaut listinn hreinan meirihluta og fjóra bæjarfulltrúa kjörna en listi Framsóknarflokks og Stykkishólmslista hlaut þrjá fulltrúa kjörna.
Ekki fer á milli mála að listinn stefnir á áframhaldandi meirihluta í bæjarstjórn því í fjórða sæti listans, baráttusætinu, situr Erla Friðriksdóttir bæjarstjóri.
Framboðslistinn er skipaður eftirtöldum:
1. Grétar D Pálsson
2. Elísabet L Björgvinsdóttir
3. Ólafur Guðmundsson
4. Erla Friðriksdóttir
5. Hjörleifur K Hjörleifsson
6. Katrín Pálsdóttir
7. Símon Sturluson
8. Berglind Þorbergsdóttir
9. Björn Ásgeir Sumarliðason
10. Guðfinna D Arnórsdóttir
11. Magnús Sigurðsson
12. Katrín Gísladóttir
13. Eydís B Eyþórsdóttir
14. Högni Bæringsson
Elísabet L Björgvinsdóttir er eini núverandi bæjarfulltrúi listans sem gefur kost á sér. Rúnar Gíslason, Dagný Þórisdóttir og Eyþór Benediktsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu á listanum.