27. febrúar. 2006 01:57
Í sumar verður opnuð veitingasala í hinu nýuppgerða Samkomuhúsi í Flatey. Endurgerð hússins hefur verið unnin undir stjórn Minjaverndar og er hún langt komin. Veitingasölunni er ætlað að sinna þeim sístækkandi hópi ferðamanna er sækja eyjuna heim ár hvert. Á undanförnum árum hafa hjónin Aðalheiður St. Sigurðardóttir og Guðmundur Lárusson í Stykkishólmi rekið veitingasölu í Flatey í húsi sínu, Jónshúsi, undir nafninu Veitingastofan Vogur. Þau hafa hins vegar ákveðið að leggja niður starfsemina og hyggjast nýta húsið sem sumarhús í framtíðinni.