27. febrúar. 2006 01:58
Nýlega var þingfest mál fyrir Héraðsdómi Vesturlands þar sem ríkissaksóknari gaf út ákæru fyrir brot gegn valdstjórninni þar sem aðili er ákærður fyrir hótanir í síma gegn manni í opinberu starfi. Hinn opinberi starfsmaður er bifreiðaskoðunarmaður. Málið var dómtekið og hefur ríkissaksóknari falið sýslumanninum á Akranesi sókn málsins fyrir héraðsdómi en það var rannsakað við rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi.