27. febrúar. 2006 01:58
Lögreglan á Akranesi lagði hald á amfetamín og áhöld til neyslu fíkniefna í húsleit á Akranesi í vikunni sem leið. Upplýsingar höfðu borist lögreglu um að neysla fíkniefna færi fram í íbúð í bænum og var tekin ákvörðun um að framkvæma þar húsleit. Um 1 gramm af amfetamíni fannst við leitina og gekkst húsráðandi við því að eiga efnið og sagði þau til eigin neyslu. Lögreglan á Akranesi naut aðstoðar lögreglumanns og leitarhunds úr Borgarnesi við leitina.
Þá var brotist inn í heimahús á Akranesi um helgina og þaðan stolið fartölvu. Lögreglumenn fundu tölvuna í næsta nágrenni en svo virðist sem innbrotsþjófurinn hafi orðið lögreglunnar var og kastað henni frá sér. Málið er í rannsókn.