27. febrúar. 2006 02:00
Í nóvember á liðnu ári var landað 3.625 tonnum af sjávarfangi að verðmæti tæpar 289 milljónir króna í höfnum á Vesturlandi. Á sama tíma árið áður var landað 3.653 tonnum að verðmæti tæpar 189 milljónir króna. Aflinn í magni stendur því í stað en verðmæti aflans eykst um rúm 53%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Fyrstu ellefu mánuði liðins árs var landað 64.388 tonnum af sjávarfangi á Vesturlandi að verðmæti tæpar 2.543 milljónir króna. Á sama tíma árið áður var landað 123.658 tonnum að verðmæti tæpar 4.099 milljónir króna. Samdráttur í magni er því tæp 48% og í verðmætum tæp 38%.