27. febrúar. 2006 02:01
Síðastliðinn föstudag var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Sparisjóðs Mýrasýslu, en sjóðurinn var upphaflega stofnaður til minningar um Friðjón heitinn Sveinbjörnsson sparisjóðsstjóra. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum til 16 verkefna, samtals að upphæð 5,6 milljónir króna. Að sögn Sigurðar Más Einarssonar, stjórnarformanns SPM og formanns úthlutunarnefndar Menningarsjóðsins bárust sjóðnum alls 29 umsóknir að þessu sinni, samtals að upphæð 17,3 m.kr.
Hæsta stykinn hlaut Snorrastofa, 2,1 milljón króna kr. til útgáfu á fjórum bókum. Skógræktarfélag Borgarfjarðar fékk 750 þúsund króna styrk og Ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi hálfa milljón króna vegna samstarfsverkefnisins All Senses. Tónlistarfélag Borgarfjarðar fékk 400 þúsund króna styrk á afmælisári félagsins. Þá fékk Mímir, ungmennahús 300 þúsund króna styrk til tækjakaupa.
Aðrir styrkþegar fengu lægri upphæðir, en þeir voru: Kór eldri borgara í Borgarnesi, Kirkjukór Hellna,- Búða- og Staðarsókna, Samkór Mýramanna, Fitjakirkja, Freyjukórinn, Reykholtshátíð 10 ára, Steinsnar vegna Tónmilda Ísland, Þorgerður Gunnarsdóttir vegna ljósmyndasýningar, Kammerkór Vesturlands og Margrét Jóhannsdóttir til ritunar munnmælasagna af Mýrum.