28. febrúar. 2006 03:56
Í janúarmánuði var þinglýst 25 kaupsamningum að verðmæti 482 milljónir króna þinglýst á Akranesi. Í fjölbýli voru samningarnir 20 talsins að verðmæti 372 milljónir króna. Meðalverð á íbúð var því 18,6 milljónir króna. Í sérbýli voru samningarnir 3 að tölu og verðmætið 56 milljónir króna.
Meðalverðið er því nánast það sama og í fjölbýli eða 18,6 milljónir króna. Þá voru 2 samningum um aðrar eignir en íbúðarhúsnæði þinglýst að verðmæti 53 milljónir króna. Þessar upplýsingar koma fram hjá Fasteignamati ríkisins.