28. febrúar. 2006 04:02
Bæjarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að úthluta væntanlegum Menntaskóla Borgarfjarðar lóð undir hús skólans á núverandi tjaldsvæði Borgarness. Var bæjarverkfræðingi falið að afmarka skólanum lóð í samráði við umhverfis- og skipulagsnefnd og arkitekt sem vinnur að skipulagi miðbæjarins í Borgarnesi.