27. febrúar. 2006 11:15
Tvítugur piltur skarst illa á hálsi um miðnætti aðfararnótt sunnudags er hann var að skemmta sér ásamt félögum sínum í sumarbústað Iðju við Svignaskarð. Pilturinn datt og lenti á glösum sem brotnuðu með þeim afleiðingum að hann skarst alvarlega á hálsi. Var hann fluttur með bráðaflutningi til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð strax við komuna þangað. Piltinum var haldið sofandi til morguns en var þá kominn úr lífshættu.