01. mars. 2006 04:05
Eldur kom upp í íbúðarhúsinu í Sælingsdal í Dölum í dag. Íbúar fóru að heiman um hádegisbil en vegfarandi sem leið átti um þjóðveginn varð eldsins vart um klukkan 14. Slökkviliðið í Dalasýslu var kallað á staðinn og stendur slökkvistarf enn yfir. Íbúðarhúsið er talið ónýtt en það stendur enn uppi. Eldsupptök eru óljós en þó er talið líklegt að kviknað hafi í út frá rafmagni.