03. mars. 2006 04:18
Björgunarfélag Akraness og Akraneskaupstaður hafa samþykkt viljayfirlýsingu um að efla samstarf félagsins og Slökkviliðs Akraness. Eins og kunnugt er hafa þessir aðilar verið til húsa að Kalmansvöllum 2 en það hús stórbætti aðstöðu beggja aðila á sínum tíma og er hluti húsnæðisins samnýttur og hefur sú samvinna gengið mjög vel að því er segir í viljayfirlýsingunni. Því er vilji beggja aðila að efla samstarfið enn frekar. Mun slökkviliðið því gera ráð fyrir aðstoð frá Björgunarfélaginu í sínum rýmingaráætlunum gerist þess þörf. Þá mun einnig unnið að samkomulagi um sameiginlega nýtingu á ýmsum tækjum og búnaði og gagnkvæmri aðstoð við slökkviliðs- og björgunarstörf.