03. mars. 2006 05:25
Aukin rafræn afgreiðsla skattframtala hefur í senn minnkað hættuna á villum og mistökum við útfyllingu og innskráningu skattframtala, minnkað kostnað og sóun vegna pappírssendinga, bætt nýtingu á mannafla Ríkisskattstjóra og flýtt fyrir allri vinnslu á skattframtölum. Níu af hverjum tíu framteljendum skila nú framtali sínu inn rafrænt. Þetta kom fram í máli Indriða H. Þorlákssonar ríkisskattstjóra á blaðamannafundi í dag, en þar kynnti hann helstu breytingar og nýjungar sem verða á skattframtali fyrir árið 2006. Frestur til skila á skattframtali rennur út þriðjudaginn 21. mars næstkomandi. Sjá nánar á www.rsk.is