14. mars. 2006 02:16
Árni Þór Sigurðsson formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. segir í viðtali við blað Faxaflóahafna, sem gefið var út í síðustu viku í tengslum við ráðstefnu um hafnirnar, að eigendur Faxaflóahafna hafi í upphafi markað þá stefnu að efla fiskihöfn á Akranesi. „Eftir sameiningu hafnanna sameinuðust HB á Akranesi og Grandi í Reykjavík og mér þykir eðlilegt að Faxaflóahafnir og HB Grandi ræddu og kæmust að sameiginlegri framtíðarsýn um þróunina og sjávarútvegsstarfsemina, sem yrði grunnur stefnumótunar og skipulags hafnanna“ sagði Árni orðrétt.