15. mars. 2006 08:39
Borgarlisti – breiðfylking félagshyggjufólks er borinn fram af Samfylkingunni, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óháðum kjósendum fyrir sveitastjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps árið 2006. Listinn var kynntur sl. föstudag. Oddvitasæti hans skipar Finnbogi Rögnvaldsson, bæjarfulltrúi í Borgarnesi og kennari við FVA. Í öðru sæti listans er Sigríður Björk Jónsdóttir, sagnfræðingur, í fjórða sæti er Haukur Júlíusson, framkvæmdastjóri á Hvanneyri og Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Nepal skipar fjórða sæti listans. Heiðurssæti listans skipa þaulreyndir sveitarstjórnarmenn, þeir Ásþór Ragnarsson, sálfræðingur og Guðbrandur Brynjólfsson, bóndi. Að sögn Hólmfríðar Sveinsdóttur talsmanns uppstillingarnefndar er gert ráð fyrir að listinn verði auðkenndur með listabókstafnum L.
Listann skipa eftirtaldir einstaklingar:
1. Finnbogi Rögnvaldsson, frh.sk.kennari / bæjarfulltrúi
2. Sigríður Björk Jónsdóttir, sagnfræðingur / MBA
3. Haukur Júlíusson, jarðýtustjóri
4. Þór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
5. Ingibjörg Daníelsdóttir, kennari
6. Sigurður Helgason, bóndi
7. Björk Harðardóttir, nemi við LBHÍ
8. Hólmfríður Sveinsdóttir, stjórnmálafræðingur
9. Jóhannes Stefánsson, húsasmiður
10. Jóhanna Björnsdóttir, kaupmaður
11. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, nemi við FVA
12. Ragnheiður Einarsdóttir, bóndi / húsfreyja
13. Ragnar Finnur Sigurðsson, nemi við LBHÍ
14. Anna Einarsdóttir, skrifstofustjóri
15. Kristmar J. Ólafsson, bruggari
16. Sóley Sigurþórsdóttir, kennari
17. Ásþór Ragnarsson, sálfræðingur
18. Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi