24. mars. 2006 11:36
Í gær voru dregnir út lóðarhafar þeirra einbýlishúsalóða sem auglýstar voru lausar í fyrsta áfanga Skógahverfis á Akranesi. Alls sóttu 198 manns um lóðirnar en 194 þeirra uppfylltu þau skilyrði sem sett voru. Það var bæjarráð Akraness, að viðstöddum fulltrúa sýslumannsins á Akranesi, Áslaugu Rafnsdóttur, sem sá um að draga út þá einstaklinga sem hafið geta byggingu einbýlishúsa í Skógahverfi síðar á árinu. Þeir geta síðan valið sér lóð í hverfinu í þeirri röð sem þeir voru dregnir út. Það val fer fram 6. apríl. Auk lóðarhafanna voru dregnir út 15 einstaklingar til vara ef einhver hinna hættir við.
Eftirtaldir aðilar voru dregnir út: