28. apríl. 2006 10:08
Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann á Akranesi í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa aðfararnótt aðfangadags á síðasta ári slegið mann tvö hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að sprunga kom í kjálka þess er sleginn var. Atvikið átti sér stað á veitingastaðnum Café Mörk á Akranesi. Áður en dómur var kveðinn upp hafði ákærði greitt þeim er hann sló skaðabætur. Þá var honum einnig gert að greiða 20.700 krónur í sakarkostnað.