28. apríl. 2006 04:22
Á Vesturlandi er spáð sunnan átt, 5-10 m/s og skýjuðu með köflum, en víða þokulofti við ströndina. Heldur hvessir í nótt með rigningu, en suðvestan 5-10 m/s og skúrir síðdegis á morgun. Hiti verður á bilinu 6-12 stig, en kólnar lítið eitt á morgun. Á sunnudag er spáð suðvestan átt, 3-8 m/s og skúrum og kólnar heldur síðdegis.