01. júní. 2006 08:46
Bjarki Gunnlaugsson gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið ÍA í knattspyrnu. Bjarki er sem kunnugt er Skagamaður en hefur verið á mála hjá KR að undanförnu. Hann hefur um nokkurt skeið glímt við erfið meiðsli. Hann hefur að undanförnu æft með liði ÍA og hefur nú stigið skrefið til fulls. Bjarki er fjórði fyrrverandi leikmaður ÍA sem snýr til baka að loknum ferli innanlands og utan. Áður höfðu tvíburabróðir hans Arnar og bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir snúið heim.