09. júní. 2006 02:01
Helgin sem nú fer í hönd er tvímælalaust ein mesta viðburðahelgi ársins hér á Vesturlandi. Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í útvegsplássunum Akranesi, Snæfellsbæ, Grundarfirði og í Stykkishólmi og Borgfirðingar halda hina árlegu Borgfirðingahátíð. HLuti af dagskrá Hátíðar hafsins fer fram um helgina á Akranesi og er þar líkt og í Borgarfirði og á Snæfellsnesi búist við miklum fjölda gesta.
Vert er að hvetja heimafólk og gesti til að kynna sér fjölmarga viðburði sem í boði eru um helgina en flestir þeirra eru kynntir í Skessuhorni sem kom út sl. miðvikudag.