18. júní. 2006 10:00
Siglingastofnun hefur óskað eftir tilboðum í gerð sjóvarna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Sjóvarnirnar verða við Lambhúsasund, á Langasandi austan Merkjaklappar, veggur yst á Breið, við Þaravelli, Akrakot og Kross. Um er að ræða um 10 þúsund rúmmetra af grjóti sem fer í varnirnar og 1.800 rúmmetrar af unnu efni fer í stígagerð. Verkinu skal lokið eigi síðar en um næstu áramót.