18. júní. 2006 01:30
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur auglýst lausa stöðu sveitarstjóra. Sem kunnugt er varð sveitarfélagið til á dögunum við sameiningu fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar. Sveitarstjóri var ekki starfandi í sveitarfélögunum fyrir sameiningu þeirra. Umsóknarfrestur um stöðuna rennur út 3. júlí.