19. júní. 2006 11:00
Þegar starfsfólk skrifstofu Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi mætti til vinnu sinnar í morgun blasti við þeim ófögur sjón því brotist hafði verið inn á vinnustað þeirra. Að sögn Jón Sigurðar Ólasonar yfirlögregluþjóns á Akranesi er rannsókn málsins á frumstigi. Hann segir einhverjar skemmdir hafa verið unnar á innanstokksmunum en ekki liggi ljóst fyrir hvort einhverju hafi verið stolið. Þá liggur ekki fyrir á þessari stundu hvenær innbrotið átti sér stað. Skrifstofurnar eru til húsa í sjúkrahúsbyggingunni og því ljóst að innbrotsþjófurinn eða þjófarnir hafa verið afar bíræfnir að brjótast inn í húsakynni þar sem starfsemi er í gangi allan sólarhringinn.