Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júní. 2006 06:15

Undirbúningur Færeyskra daga gengur vel

Nú stendur undirbúningur sem hæst fyrir Færeyska daga sem haldnir verða í Ólafsvík dagana 30. júní til 2. júlí. Dagskrá þessarar fjölskylduhátíðar hefur þróast með árunum allt frá því að þeir voru haldnir í fyrsta skipti árið 1998. Að sögn Laufeyjar Kristmundsdóttur, sem sæti á í undirbúningsnefnd, hefur undirbúningur gengið vel til þessa. Hún segir dagskrána vera að taka á sig endanlega mynd og að þessu sinni sé lögð meiri áhersla á skemmtiatriði fyrir börn en áður hefur verið gert.

 

Hátíðin hefur verið vel sótt og flestir hafa gestirnir verið um átta þúsund og í fyrra voru þeir um fjögur þúsund þrátt fyrir slæmt veður. Laufey segist sannfærð um að nú verði veðurblíða á Færeyskum dögum eftir tvö slæm ár og því væri ekki óvarlegt að vonast eftir í það minnsta fimm þúsund gestum.

 

Einn liður hátíðarinnar sem þróast hefur er svokallað hverfagrill. Undirbúningsnefndin hvetur bæjarbúa til að grilla saman og hefur bænum verið skipt upp í sjö hverfi þannig að íbúar koma saman hver á sínum svæði og grilla. Með því er einnig reynt að höfða til samstöðu innan hverfa og hvetja bæjarbúa til þess að skreyta hverfi sín. Laufey segir hverfagrillið hafa sett skemmtilegan svip á hátíðina í fyrra og verði því án efa árlegur viðburður héðan í frá.

Dagskrá Færeyskra daga má lesa nánar á http://www.snb.is/faereyskirdagar/

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is