Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júní. 2006 08:00

Handverk allt eftir heimafólk selt í Pakkhúsinu

Pakkhúsið í Ólafsvík opnaði fyrr í sumar og hefur aðsókn þangað verið góð það sem af er sumri. Aðallega eru það erlendir ferðamenn sem koma við í Pakkhúsinu, en einnig eru Íslendingar að sækja það heim og þá aðallega um helgar, að sögn starfsfólks Pakkhússins. Líkt og undanfarin ár er til sölu handverk í Pakkhúsinu en nú er sú nýbreytni tekin upp að allt handverk sem er til sölu er unnið af heimafólki. Myndlist, prjónaskapur, glerlist og trévörur er meðal þess sem til sölu er og greinilegt er að í Snæfellsbæ er margt lista- og handverksfólk.

 

Nú stendur yfir í Pakkhúsinu málverkasýning á verkum Sesselju Tómasdóttur og mun hún standa fram í miðjan júlí.

Fríða Sveinsdóttir tók við forstöðu Pakkhússins í janúar sl. og ákvað hún að reyna að virkja það listafólk sem í bænum er, þrátt fyrir að sumum hafi fundist það full mikil bjartsýni í henni að hafa einungis til sölu handverk eftir heimafólk. Það hefur hinsvegar tekist ágætlega og margt eigulegra og fallegra muna er þar til sölu.

 

Mynd: Starfsfólk Pakkhússins í Ólafsvík; Gunnar Örn Arnarson og Kristný Gústafsdóttir með hluta handverksins á bak við sig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is