18. ágúst. 2006 12:33
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur ákveðið að taka tilboði KB-banka um bankaviðskipti sveitarfélagsins. Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit varð til í vor við sameiningu fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar. Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að sveitarfélögin fjögur hafi verið víða með sín bankaviðskipti og því hafi þótt rétt að leita eftir tilboðum í viðskipti hins nýja sveitarfélags. Tilboð bárust frá nokkrum bönkum og eftir að sveitarstjórn hafði ráðfært sig við endurskoðanda sveitarfélagsins var ákveðið að taka tilboði KB banka.