30. ágúst. 2006 08:20
Jón Þór Lúðvíksson slökkviliðsstjóri í Snæfellsbæ hefur sagt starfi sínu lausu. Uppsögn hans var kynnt á fundi bæjarráðs Snæfellsbæjar og bókaði bæjarráð þakkir fyrir störf hans. Jafnframt fól ráðið bæjarstjóra að leita til Sveins Tómassonar varaslökkviliðsstjóra um að hann taki við starfi Jóns Þórs frá 1. september.