31. ágúst. 2006 06:22
Lögreglan í Borgarnesi er nú með umferðarátak í tengslum við upphaf skólaárs. Að sögn lögreglunnar fara laganna verðir og leggja lögreglubifreið sinni við gangbrautina á móts við Tónlistarskóla Borgarfjarðar við Borgarbraut en þar er einna mestur straumur skólabarna til grunnskólans á morgnanna. Lögreglan í Borganesi hvetur alla til að fara varlega í umferðinni og þá sérstaklega þar sem von er á að börn séu á ferð.