01. nóvember. 2006 05:43
Samtök hrossabænda í Austur Húnavatnssýslu standa fyrir folaldasýningu í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi laugardaginn 4. nóvember kl. 13:30. Hún er haldin í samvinnu hrossaræktenda í V og A-Hún. og er öllum heimil þátttaka. Kynbótadómarar lýsa folöldum og velja álitlegasta ræktunargripinn og áhorfendur velja eigulegasta folaldið. Glæsileg verðlaun verða í boði.
Skráningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Ægi í Stekkjardal í síma 452-7171, netfang stekkjardalur@emax.is fyrir fimmtudagskvöld 2. nóvember.
(fréttatilkynnning. Ljósm. Hrafnhildur Árnadóttir)