Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2006 10:08

Íbúar Norðvesturkjördæmis á mölinni

Aðeins tæplega 9% tengi- og safnvega í Norðvesturkjördæmi eru lagðir bundnu slitlagi og eru íbúar kjördæmisins langverst settir hvað þetta hlutfall varðar. Hlutfallið er einungis rúmur helmingur hlutfallsins í Norðaustukjördæmi og einungis um fjórðungur hlutfallsins í Suðvesturkjördæmi. Miðað við fjárveitingar síðustu tíu ára tæki það 50-75 ár að ljúka lagningu slitlags.  Þetta kemur meðal annars fram í svari Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á Alþingi við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur.

 

 

Drífa spurði hver væri samanlögð vegalengd safn- og tengivega landsins og hversu mikið hefur verið lagt af bundnu slitlagi á þá. Í svari ráðherra kemur fram að heildarlengt safn- og tengivega sé 1.663 km í Suðurkjördæmi og af því eru 481 km lagðir bundnu slitlagi eða tæplega 29%. Í Suðvesturkjördæmi eru vegirnir 167 km langir og 61 km af þeim eru lagðir bundnu slitlagi eða tæp 37%. Í Norðausturkjördæmi eru vegirnir 1.692 km langir og 276 km af þeim lagðir bundnu slitlagi eða rúm 16%. Í Norðvesturkjördæmi eru vegirnir 2.709 km langir og af þeim eru aðeins tæp 9% lagðir bundnu slitlagi.

 

Þá vildi fyrirspyrjandi vita hver kostnaðurinn væri við að ljúka lagningu bundins slitlags á vegina. Í svari ráðherra kemur fram að ekki sé hægt að svara því með neinni vissu en síðustu 10 ár hafi fjárveiting til þessara vega verið 870 milljónir að jafnaði á ári og tekist hefði að leggja um 59 km af slitlagi fyrir það fjármagn. Því gæti kostað um 45-65 milljarða króna að malbika þá 5.200 km sem eftir eru.

 

Miðað við tölur sem koma fram í svari ráðherra og þær fjárveitingar sem lagðar hafa verið í slitlagsgerð undanfarin tíu ár má einnig reikna út að með sömu fjárveitingum tæki á bilinu 50-75 ár að klára slitlagsgerðina.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is