Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2006 01:00

„Að skoða, skapa og upplifa,“ í grunnskólanum á Stykkishólmi

Lárus Ástmar Hannesson, kennari í grunnskóla Stykkishólms, hlaut nýverið hæsta styrk úr þróunarsjóði grunnskóla fyrir verkefni þar sem höfuðáherslan er lögð á lífríki Breiðarfjarðar. Verkefni Lárusar er samþætt með áherslu á skynjunarþættina og fjölgreindarkenningu Gardners. Gardner hefur sett fram hugmyndir að greind manna samanstandi af fleiri en einni greind og hún snúist m.a. um hæfileika til að leysa þrautir og hanna afurðir í góðu samspili við umhverfið.

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Lárus þetta hefði verið gömul hugmynd hjá sér og ánægjulegt að hún hefði hlotið brautargengi. Sjálfur hefði hann aldrei verið mikill skólabókakarl og hefði þá trú að krakkar lærðu mikið meira af því að efla félagslega greind, skynjun og tilfinningar. „Ég vil meina að við séum föst í viðjum vanans, þar sem að aðal áherslan í samfélagin er lögð á málvísindi og stærðfræðikunnáttu og einstaklingurinn metinn eftir færni sinni í því. Ég legg ríkari áherslu að krakkarnir læri að skapa, fái að skoða, upplifa og koma við. Einstaklingarnir eru eins misjafnir og þeir eru margir og því  er  nauðsynlegt að byggja upp jákvæða sjálfsmynd þeirra í stað þess að hjakka í því sem hann er veikastur í. Fólk getur verið toppmúsikantar, snillingar í vélaviðgerðum og öðru sem er ekki síður merkilegt en skólabókahæfileikar“ segir Lárus.

 

 

Aðspurður um verkefnið sagði hann hápunktur þess verða ferð skólans með krökkunum um Breiðarfjörð, þar sem að fiskaðar verða upp lífverur af botni fjarðarins, þær skoðaðar og unnið með þær í skólanum. Auk þess gera þau verkefni um mannlífið í Breiðarfirði, læra söngva af svæðinu frá fyrri tímum og fleira. „Það er mikið um að vera hér í grunnskólanum og mikið líf hér af öllu tagi, bæði mann-plöntu og dýralíf. T.d. erum við með páfagauka hér í skólanum ásamt öðru en auk þess er alltaf eitthvað á prjónunum og þannig ráðgerum við að hafa það áfram,“ segir hann að lokum.

Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is