08. nóvember. 2006 03:45
Fræðslunefnd Borgarbyggðar hefur samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að nafni Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar verði breytt í Grunnskóla Borgarfjarðar. Skólinn er rekinn á tveimur stöðum, í Kleppjárnsreykjaskóla og Andakílsskóla. Það var Finnbogi Rögnvaldsson sem lagði tillöguna fram og var hún samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur. Borgarfjarðarsveit var sem kunnugt er eitt þeirra sveitarfélaga sem í vor sameinuðust í nýju sveitarfélagi sem síðar hlaut nafnið Borgarbyggð.