10. nóvember. 2006 11:14
Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti samhljóða í gær tillögu bæjarráðs um að ganga til samninga við Þóri Hákonarson frá Siglufirði um starf skrifstofustjóra Grundarfjarðarbæjar. Umsækjendur um stöðuna voru auk Þóris, Björn Kristjánsson Reykjavík, Gunnar Pétur Garðarsson Ísafirði, Helga Hjálmrós Bjarnadóttir Grundarfirði og Indriði Indriðason Stokkseyri. Í bókun bæjarráðs segir að að lokinni yfirferð umsókna og viðræðum við þrjá umsækjendur hafi ákvörðun verið tekin að ganga til samninga við Þóri.