16. nóvember. 2006 08:23
Akranesstrætó hefur ekki sinnt ferðum á milli Akraness og Reykjavíkur síðan í gærkvöldi vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er mjög hvasst á Kjalarnesi og hafa hefur vindhraði farið í 42 m/s í verstu hviðum í morgun. Starfsmenn Strætó eru svartsýnir á að ferðir geti hafist fyrr en eftir hádegi í dag.