17. nóvember. 2006 03:00
Héraðsnefnd Snæfellsness hvetur til aukins samstarfs sveitarfélaga á Snæfellsnesi og bendir á að nú þegar eigi sveitarfélögin í miklu samstarfi „sem markvisst er hægt að auka til hagsbóta fyrir íbúa svæðisins“ segir í samþykkt aðalfundar nefndarinnar fyrr í vikunni. Þá telur nefndin nauðsynlegt að jafna frekar fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna í landinu því svigrúm þeirra til að mæta nýjum kröfum íbúa og ríkisvaldsins sé lítið sem ekkert. Nauðsynlegt sé því að styrkja tekjustofna sveitarfélaganna með sértækum aðgerðum eða í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.