21. nóvember. 2006 09:06
Fræðslunefnd Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða ályktun þar sem athygli byggðaráðs er vakin á nauðsyn þess að á árinu 2007 verði ráðist í byggingu nýs leikskóla á Hvanneyri. Í ályktun nefndarinnar segir að núverandi húsnæði sé til bráðabirgða og uppfylli ekki þær kröfur sem eðlilegt er að gera til leikskólahúsnæðis. Ályktunin var samþykkt í kjölfar þess að lagt var fram á fundi nefndarinnar erindi frá Valdísi Magnúsdóttur leikskólastjóra Andabæjar á Hvanneyri um nýjan leikskóla á staðnum.