21. nóvember. 2006 08:19
Baráttan var hörð á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug sem fram fór sl. helgi í Laugardalslauginni. Lið ÍA var þar á meðal og náði mjög góðum árangri. Rakel Gunnlaugsdóttir varð t.d. í 3. sæti bæði í 200 m fjórsundi kvenna og einnig í 100 m bringusundi. Auk þess að vinna til þrennra verðlauna þá synti hún sig inn í hópinn sem tekur þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga í Helsinki í næsta mánuði. Ágúst Júlíusson náði 3. sæti í 100 m flugsundi en glæsilegasta árangrinum náði Hrafn Traustason, en hann setti þrjú drengjamet, í 200 m fjórsundi, 200 m bringusundi og 400 m fjórsundi. Hrafn varð einnig 3. sæti í 100 m flugsundi.
Fjölmörg Íslandsmet voru slegin á mótinu og þakka menn það bættri aðstöðu sem sundíþróttin hefur fengið víða á síðustu misserum.
Ekki er hægt að láta ógetið frábærs árangurs Skagakonunnar Kolbrúnar Ýr Kristjánsdóttur, sem nú æfir og keppir með Ægi. Hún setti hvorki fleiri né færri en 5 Íslandsmet á mótinu.