22. nóvember. 2006 01:41
Ríkissjóði verður veitt heimild til sölu ýmissa eigna á Vesturlandi nái breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2007 fram að ganga. Meðal þess sem veitt verður heimild fyrir er að selja eignarhlut ríkisins í læknisbústað að Dílahæð 5 í Borgarnesi og kaupa annað hentugra húsnæði í staðinn. Einnig að selja hluta jarðarinnar Hraunsmúla í Borgarbyggð og að selja landspildur í eigu ríkisins í Hvalfirði.