24. nóvember. 2006 01:27
Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu Gunnars Sigurðssonar og Karenar Jónsdóttur að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafélög sem taka við niðurgreiðsluávísunum þeim er bæjarfélagið sendi öllum börnum og unglingum fái greiddar fimmhundruð krónur fyrir hverjar ávísun „til hvatningar vegna umsýslu“ eins og segir orðrétt í tillögunni. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns eru ávísanirnar að upphæð fimmþúsund krónur og er hægt að nota þær til þess að greiða niður notendagjöld hjá viðurkenndum félögum.