27. nóvember. 2006 11:45
Í síðustu viku undirrituðu Rekstrarfélag Meistarafélags ÍA og stuðningsmannafélag ÍA, SkagaMörkin, samstarfssamning. Tilgangur samningsins er að efla samstarf milli félaganna öllum til hagsbóta, bæði innan vallar sem utan. Með því að gerast félagi SkagaMörkunum gefst stuðningsaðilum og öðrum velunnurum ÍA tækifæri á að leggja sitt af mörkum fyrir félagið.
Með því að gerast félagi SkagaMörkunum gefst stuðningsaðilum og öðrum velunnurum ÍA tækifæri á að leggja sitt af mörkum fyrir félagið og sem dæmi þá er hagstæðara gerast aðili að SkagaMörkunum heldur en að greiða aðgangseyri á völlinn alla heimaleiki ÍA.
Þess utan fylgir félagsaðild trefill eða treyja auk funda með þjálfurum og stjórn en svo má ekki gleyma því að handhafar félagsskírteinis í SkagaMörkunum koma einnig til með að njóta afslátta auk annarra fríðinda á uppákomum tengdum starfi SkagaMarkanna.