28. nóvember. 2006 12:16
Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður á Akranesi gerir víðreist í sýningum sýnum. Eins og fram kom í Skessuhorni á sínum tíma tók hún þátt í sýningu í Frakklandi ásamt öðrum listamanni frá Akranesi, Philippe Ricart og í október sýndi hún ásamt fleiri listamönnum á Bifröst. Í nóvember hélt hún til Berlínar þar sem hún tók þátt í sýningunni Gold 2006 sem er árleg sýning um 50 þýskra skartgripahönnuða. Þetta var í fyrsta sinn sem útlendingum er boðin þáttaka í þessari sýningu.
Þann 17. nóvember hófst í Kentucky í Bandaríkjunum norræn skartgripasýning sem ber yfirskriftina Fire and Ice-Contemporary Nordic Jewelry. Sýningin er í galleríi þar sem 40 verk eru til sýnis frá skartgripahönnuðum víða að úr heiminum. Þess utan eru efnt reglulega til tímabundinna sýninga og viðar stjórnandi safnsins að sér sýnendum sem honum finnst áhugaverðir. Hann setti sig í samband við Dýrfinnu og óskaði eftir gripum frá henni. Sýningin stendur til 10. janúar.